• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jon Karason, October 2 2018

Að taka sénsinn á atvinnuleysi

Ég vona að þú sért í góðum fíling að gera eitthvað sem þú hefur gaman af. Það að ætla að gera eitthvað sem maður hefur gaman af er ekkert grín. Ég tók ákvörðun um að taka mér leyfi úr vinnunni sem ég hef unnið í yfir 20 ár og notið þeirra þæginda að fá laun um hver mánaðarmót. Vandamálið við þægindi eru þau að þú þarft aldrei að taka áhættu og ef maður tekur enga áhættu gerist aldrei neitt spennandi. Ég var skít logandi hræddur þegar ég upplifði mín fyrstu mánaðarmót án launanna sem ég hafði getað treyst á. Nú þarf ég að búa mér til þau laun sem ég ætla að hafa sjálfur. Það er ekki minna skelfilegt og stundum er það mjög töff og verður áfram.

Ég bjó til þessi námskeið og heimsæki alla skóla á Austurlandi á komandi vikum og þar sem ég hef sjaldan talað við fólk um það sem mér finnst skipta máli eins og ég geri á þessum námskeiðum er það líka hræðilega ógnvekjandi.... en um leið það besta sem ég hef gert. Ég hafði svo sem ekki áhyggjur af námskeiðinu fyrir tónlistarskólana þar sem ég er á heimavelli en ÞORA VERA GERA námskeiðið var öðruvísi. Þar langaði mig að ræða um það sem ég vildi óska að mér hefði verið kennt sem ungling (reyndar ekki víst að ég hefði hlustað:) en ekki lært þegar ég var þrjátíuogeitthvað.

Þegar ég var að undirbúa fyrsta námskeiðið sem ég hélt á Fáskrúðsfirði þá ákvað ég að setja klukku í gang og sjá hvað ég gæti talað lengi og hvað ég hefði mikið efni. Námskeiðið er 45 min svo ég ákvað að setja klukkuna á 15 min. Svo byrjaði ég að tala og tala við sjálfan mig. Mér fannst ég vera búin að tala í klukkutíma en samt var klukkan ekki búin að hringja.  Ég þorði varla að kíkja en gerði það samt. Ég var búin að tala í 8 mínútur....

SHIIIIITT ég er ekki tilbúin en samt búin að vera að undirbúa mig í lengri lengri tíma.  Þetta verður hræðilegt, ég á eftir að stama og hiksta og hlaupa svo út og engin vil fá mig aftur og ég fæ aldrei aftur laun................ þú getur þetta ekki!Eitt af því að vera pró er að mæta þegar þú sagðist ætla að mæta og það gerði ég. Um leið og ég byrjaði þá small allt saman. 

Ég hefði getað talað í þrjá tíma þessvegna. Það er svo hollt upplifa það reglulega að við getum meira en við höldum.Mig langaði bara að segja þér frá þessu og vonandi hendir þú þér í það sem þú ert skít hrædd við að gera og byrjar núna.Nokkur önnur spennandi verkefni sem ég er að vinna að og sum af þeim lenti ég alveg óvart í og hef aldrei gert áður.

Vera röddin í kallkerfinu á risastórri ráðstefnu.

Stofna viðburðarfyrirtækið EASTLAND viðburði

Skipuleggja hringferð um landið með frábæru tónlistarfólki eins og Eiríki Hauks og Regínu Óks - Jólin til þín

Ég enda þennan póst á línu frá Seth Godin.

"Það verður skemmtilegt, auðvelt og það gengur örugglega upp og auðvitað getur þú gert það. Þetta er allt dagsatt nema þetta með skemmtilegt, auðvelt og að það gangi upp. Ég vona að þú gerir það samt"


Written by

Jon Karason

Previous Þegar besti vinur minn dó
Next Hvernær var það sem þú gerðir eitthvað í fyrsta skipti síðast?