• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Besti tíminn til að byrja var í gær, næstbesti tíminn er núna. Ekki horfa til baka og hugsa ég hefði átt að......

Quote Cirecle 2

Ef þú ert að byrja....

... er tíminn svo mikilvægur. Að fá góða kennslu í byrjun er ómetanlegt því það sparar þér í alvöru mörg ár af æfingum á hljóðfærið.  

 

... þá skipta grunnatriðin svo miklu máli. Æfingin skapar varanlegt. Þú spilar eins og þú æfir þig. Þess vegna er svo mikilvægt að læra grunnatriðin vel í byrjun. Þá skapara æfingin meistarann.

 

... þá skiptir aldur engu máli. Besti tíminn var jú í gær en sá næstbesti er einmitt núna. Ég er með nemendur frá 8 ára - 70 ára.

 

... þá á þetta að vera skemmtilegt. Auðveldasta leiðin til þess að hafa námið skemmtilegt er að æfa sig heima. Besti kennari í heimi gerir ekkert fyrir þig ef þú æfir þig ekki en góður kennari breytir öllu ef þú æfir þig. Það verður þetta það skemmtilegasta í heimi.

 

... þá skaltu byrja sem fyrst. Því tíminn er svo mikilvægur. Það er ekkert skemmtilegra í öllum heiminum en að geta spilað á hljóðfæri, samið tónlist og spilað uppáhalds lögin sín og það hefði verið geggjað að hafa byrjað í gær.

  • Hvað langar þig að læra á gítarinn?

  • Við gerum þetta eins og er best fyrir þig
  • Tímar þegar þér henta
  • Þú færð aðhaldið sem þú þurftir
  • Námsefnið miðað að þínum þörfum
  • Góður undirbúningur fyrir áfangapróf prófanefndar
  • Maður á mann kennsla
  • Sambærileg námskeið eru mun dýrari
  • Þú getur byrjað strax í dag!

Ég sagði upp vinnuni því netkennslan virkaði svo vel.

Ég byrjaði að kenna á netinu 2016 og hef kennt eingöngu í gegnum netið síðan 2018, bæði börnum og fullorðnum og ástæða þess að ég sagði upp tónlistarkennara stöðunni við skólann sem ég kenndi við er að þetta virkar svo vel. Kostirnir við netkennsluna eru mjög margir og jafnvel fleiri en við hefðbundna kennslu. Sveigjanleiki á tímum, engin ferðalög, þú getur verið í daglegu sambandi við kennarann og myndbönd eftir hvern tíma til uppryfjunnar eru aðeins nokkur dæmi.  Ef þig langar til að læra þá er þetta mögulega rétti staðurinn.

Ég er hér til að aðstoða þig

Ertu tilbún að prófa?

Ég er tilbúin þegar þú ert tilbúin. Ég er hér til þess að hjálpa þér að verða betri gítarleikari og ég set metnað minn í að gera það á sem þægilegasta máta fyrir þig. Ég hvet þig til þess að kíkja á bloggið mitt ef þig langar að sjá hvernig ég hugsa og kíkja á Youtube til þess að sjá hvernig ég kenni.  Það er líka mjög fróðlegt að kíkja á podcastið mitt 2020 Leiðir en þar tek ég viðtöl við alla bestu gítarleikarana.

 

Það verður allt í lagi á endanum. Ef það er ekki allt í lagi þá er það ekki endirinn.

— John Lennon

Quote Circle 1

Velkomin í gítarkennslu

Núna er klárlega rétti tíminn til að byrja að spila

Kaupa gítarnámskeið

Ég ætla að giska á ...

.....að þú sért hér vegna þess að þig langar að læra meira á gítarinn eða þig langar að byrja að spila. Þú ert að velta því fyrir þér hvort svona netkennsla henti þér og mögulega ertu örlítið hikandi. Ég skil þig vel enda verður þú að velja rétt þegar þú ákveður að fjárfesta í gítarnáminu þínu.

Ég ætla að segja þér frá því hvernig ég haga minni netkennslu og afhverju hún gæti einmitt verið fyrir þig.

Ég er hér til þess að aðstoða þig svo ekki hika við að heyra í mér ef þú hefur einhverjar spurningar.

Ef ég hefði haft kennara eins og Jón Hilmar þegar ég var að byrja hefði það sparað mér fjölda ára af árangurslitlu grufli á gítarinn.

Andri Ívarsson
Gítarleikari og uppistandari.

Quote Open 2

Kannski eru námskeiðin mín einmitt fyrir þig

Ef þú hefur spilað áður...

... er tíminn svo mikilvægur. Við getum byggt á öllu því sem þú kannt og þú gætir orðið hissa á hversu miklu þú bætir við þig strax í fyrsta tíma.

 

... þá skipta grunnatriðin svo miklu máli. Sérstaklega fyrir þá sem hafa spilað lengi. Það er hægt að laga mjög margt bara með því að huga að grunnatriðunum.

 

... þá skiptir aldur engu máli. Það er engin of gamall fyrir að læra. Þvert á móti þá yngist maður við að læra eitthvað nýtt.

 

... þá á þetta að vera skemmtilegt. Þess vegna er námið blanda af því sem þú þarft að bæta og því sem þig langar til að læra.

 

... þá skaltu byrja sem fyrst. Þú veist hversu skemmtilegt er að spila og það er svo hvetjandi og skemmtilegt að læra nýja hluti og sjá kunnáttuna vaxa.

Kaupa gítarnámskeið

Er netkennslan mín eitthvað fyrir þig?

Ef þig langar að læra þá er það engin spurning. Þú þarft auðvitað að æfa þig því ég er ekki galdrakall.  

 

Það sem gerist þegar þú kaupir námskeið er þetta:

 

  1. Þú smellir á Kaupa gítarnámskeið og greiðir á sérstakri greiðslusíðu.
  2. Ég sé um leið að þú hefur keypt námskeið og sendi þér póst.
  3. Við ákveðum hvenær fyrsti tíminn verður og ég sendi þér í kjölfarið slóðina sem við hittumst á.
  4. Þú opnar slóðina og sérð hvernig þetta lítur út og gefur forritinu leyfi til að nota myndavél og míkrófón. Það er best að gera þetta tímanlega. Þú og ég höfum ein aðgang að þessari slóð.
  5. Svo hittumst við á tímanum sem við ákváðum og tökum skemmtilegan gítartíma. Alveg nákvæmlega eins og í kennslustofu nema þú þarft ekki að fara neitt.
  6. Að tímanum loknum sendi ég þér aðgang að svæði þar sem allt sem við fórum yfir er aðgengilegt. Lögin sem þig langaði að læra, spiluð og yfirfarin af mér. Myndbönd af því sem mér finnst þú þurfir að laga og annað sem við töluðum um.
  7. Svo hittumst við aftur í næsta tíma. Við getum haft hann eftir viku eða eftir þrjá daga. Þú ræður ferðinni. Ef þú kemst ekki á tilsettum tíma þá færum við hann bara til. Þægilegt, auðvelt og skemmtilegt.

 

 

 

 

Kaupa gítarnámskeið

___________________________________________________________________________

Kassagítar - Rafgítar - Ukulele - Bassi

Kaupa gítarnámskeið

Stéttarfélög taka þátt í kosnaði