• Heim
 • Fyrirlestrar
 • Gítarkennsla
 • Vertu í bandi
 • Baksviðs
 • 2020 Leiðir
 • Blog

Jon Hilmar Karason

Skemmtileg og fræðandi námskeið

Það er ekkert skemmtilegra en að getað spilað uppáhalds lögin sín á gítar. Það er heldur alls ekki svo erfitt ef þú færð góða kennslu þar sem grundvallaratriðin eru útskýrð vel frá byrjun. Allt sem er í alvöru skemmtilegt tekur tíma og ef þú setur smá stund reglulega, helst á hverjum degi þá kemstu ekki hjá því að geta spilað.  Er það ekki svolítið spennandi? Mig langar að hjálpa þér að spila á gítarinn....

Í gegnum árin hef ég verið að þróa mitt eigið kennsluefni sem auðveldar hverjum sem er að læra á gítar. Hér er loksins hægt að nálgast þetta efni á auðveldan hátt. Ég veit hversu marga langar að læra og mig langar að miðla yfir 20 ára reynslu af því að finna einföldustu og skemmtilegustu leiðina að því að spila. Það er ekki hægt að fara neina styttri leið við að læra á gítar. Langa leiðin er stutta leiðin. Hinsvegar getur verið ótrúlega flókið að finna út hvaða leið skal farin svo að leiðin verði hnitmiðuð og árangusrík. Á Youtube er auðvitað hægt að læra hvað sem er og við eigum að notfæra okkur það en vandamálið er allt það gríðarlega efni sem þar er. Ég legg mikla vinnu í að skipuleggja námskeiðin fyrir þig þannig að þau leiði þig í gegnum námið á einfaldan og skemmtilegan hátt svo þú lærir það sem skiptir mestu máli á sem skemmstum tíma.

Ég hlakka til að hjálpa þér við að verða góður gítarleikari!

 

P.S þú getur kíkt á gítartímana sem ég var með á Facebook ef þú vilt sjá hvernig ég geri hlutina þar. Svo eru reglurnar úr tímunum á blogginu mínu ásamt fleiri pælingum. Mundu líka að kíkja á 2020 Leiðir á youtube.

Facebook tímarnir

Bloggið

Besti tíminn til að byrja var í gær, næstbesti tíminn er núna. Ekki horfa til baka og hugsa ég hefði átt að......

Quote Cirecle 2

Gítarnámskeið

Einkatímar á netinu!

Frábær leið fyrir byrjendur og þá sem eru komnir vel af stað og vilja bæta við sig kunnáttu, læra ákveðin sóló og bæta gítarleikinn. Skemmtilegir og persónulegir tímar heima í stofunni þinni.

Algengar spurningar:

Hvernig fara tímarnir fram, hvernig virka þessi námskeið?

Þegar þú kaupir námskeið sendi ég þér tölvupóst með slóð á kennslustofuna okkar og þar hittumst við á þeim tíma sem við ákváðum í hverri viku. Svo færð þú kennsluefni og myndbönd með því sem við erum að æfa i hverjum tíma.

Er ekki erfitt að læra rétta líkamsstöðu og annað slíkt í gegnum netið?

Nei alls ekki. Eftir að við förum yfir ákveðin atriði í tímunum sendi ég þér ýtarlegt myndband með öllu því sem skiptir máli.

Ef ég kemst ekki í tímann sem við vorum búin að ákveða, missi ég tímann?

Nei námið er mjög sveigjanlegt. Við ákveðum í sameiningu hvenær við hittumst og ef þú kemst ekki þá finnum við nýjan tíma.

Hvernig virkar þetta? Þarf ég að vera tölvuséní til þess að læra á netinu?

Þetta er mjög einfalt og þú þarft aðeins að kunna á tölvupóstinn þinn. Ég sendi þér boð og þú smellir á slóð sem tekur þig beint í gítartíma. Svo gef ég þér upplýsingar um forritið sem við notum fyrir myndbönd og kennsluefni. Þar getur þú líka sent mér spurningar sem ég svara um leið.

Fyrir hvaða aldur henta námskeiðin?

Þau henta fyrir allan aldur ef sá sem er að læra hefur áhuga á að læra á gítar. Ég hef verið með nemendur allt frá 8 ára upp í 70 ára. Bæði byrjendur og lengra komna.

Ef þú hefur spurningar um námskeiðin ekki hika við að hafa samband

Kaupa miðju námskeiðið 8x30min - Kr 36.000.-

Það er frábært að geta lært heima í stofu og ráða hvenær gítartíminn er. Hvenær hentar þér að taka gítartíma? Ég sníði tímana að þínum þörfum.

Ég er tilbúinn að aðstoða þig

 • Ertu sátt við þann stað sem þú ert í gítarleiknum?
 • Ætlar þú að geyma það að læra meira fram á næsta ár, kannski lengur?
 • Ert þú sáttur við hvernig gítarleikurinn hefur verið að þróast hjá þér?
 • Margir horfa til baka og hugsa "Mig langaði nú alltaf að læra meira"
 • Ætlar þú að vera þessi sem ætlaði alltaf en gerði ekki?
 • Hvað langar þig að læra á gítarinn?

 • Við gerum þetta eins og er best fyrir þig
 • Tímar þegar þér henta
 • Mikið aðhald við námið
 • Námsefnið miðað að þínum þörfum
 • Góður undirbúningur fyrir áfangapróf prófanefndar
 • Maður á mann kennsla
 • Sambærileg námskeið eru mun dýrari
 • Þú getur byrjað strax í dag!

Kannski eru þessi námskeið

einmitt fyrir þig!

Ég hef kennt mikið í gegnum netið síðastliðin ár ‍‍, bæði börnum og fullorðnum og það hefur gefist ótrúlega vel. Það er svo mikill kostur að geta tekið tímann þegar hentar og að engin tími falli niður. Sambærileg námskeið þar sem þú þarft að mæta í skólastofu í hverri viku eru mun dýrari og þú hefur ekki þann sveigjanleika sem námskeiðin mín bjóða uppá.

Byrjaðu að læra strax í dag!

Ertu tilbún að prófa?

Hver tími er 30 mínútur að lengd. Eftir hvern tíma færð þú myndbönd og kennsluefni á sérstakt svæði sem þú hefur aðgang að. Hvort sem þig langar að verða partýfær eða þróa spilamennskuna lengra þá er námskeiðið fyrir þig.  

Ef þig langar að læra þá er ekki eftir neinu að bíða. Besti tíminn til að byrja var í gær, sá næst besti er núna.

 

Kaupa langa námskeiðið 16x30min - Kr 66.000.-

Stutta námskeið er flott fyrir þig ef þig langar til að prófa eða ef þú hefur ákveðið verkefni sem þarf að klára. Læra ákveðið sóló, lag/lög eða ef þú vilt einfaldlega bara taka fjóra tíma. Við getum svo alltaf bætt við tímum ef þess þarf.

Miðju námskeiðið hentar vel fyrir alla sem eru að byrja eða vilja ná lengra í spilamennskunni. Við höfum góðan tíma til þess að fara yfir mikið efni og læra fullt fullt af nýjum og skemmtilegum hlutum.

Langa námskeiðið er frábært fyrir þig ef þú veist hvað þú vilt. Ef þú vilt taka gítarleikinn föstum tökum þá hentar þessi leið fullkomlega. Við komumst yfir mikið efni og þú þarft að halda vel á spöðunum.

 • Myndbönd og kennsluefni á sérsköku svæði

 • Náið samband við kennara

 • Námskeiðin eru bæði fyrir raf- og kassa gítar

 • Sveigjanlegir tímar

 • Það sem þú ættir að læra og það sem þig langar að læra

 • Blús, rokk, fingerstyle, jazz fyrir byrjendur og mikið fleira

 • Langa námskeiðið er ódýrast per tíma

 • Ef þú fílar ekki fyrsta tímann þá endurgreiði ég þér um leið!

Kaupa stutta námskeiðið 4x30min - Kr 19.000.-

Ég býð þér uppá nokkrar mismunandi leiðir. Munurinn fellst í verðinu, fleiri tímar lægra verð.

Ég hlakka til að byrja!

Það verður allt í lagi á endanum. Ef það er ekki allt í lagi þá er það ekki endirinn.

— John Lennon

Quote Circle 1

Tveir stakir tímar hentar vel fyrir þig ef þú vilt prófa að mæta í tíma eða eða hefur afmarkað vandamál til að fást við. Eins og alltaf vanda ég mig við að þú fáir sem mest fyrir tímann og lærir eitthvað spennandi í hverjum tíma. Það er auðvitað hægt að taka 1x60 min ef það hentar betur.

Tveir stakir gítartímar á 2x30min - kr 12.000.-

youtube-color-roundrect
spotify-color

Á Youtube og Spotify

2020 Leiðir

Fullt af kennslumyndböndum og viðtöl við bestu gítarleikarana

Ef ég hefði haft kennara eins og Jón Hilmar þegar ég var að byrja hefði það sparað mér fjölda ára af árangurslitlu grufli á gítarinn.

Andri Ívarsson
Gítarleikari og uppistandari.

Quote Open 2

Hafðu samband!

mail-color

Velkomin í gítarkennslu

Núna er klárlega rétti tíminn til að byrja að spila

Besta verðið

Vinsælasti pakkinn

Smelltu á lituðu fletina til að kaupa námskeið